Rafstýrðar lokanir í Göngugötunni

Göngugötunni verður hér eftir lokað með rafstýrðum hætti. Mynd/Þröstur Ernir
Göngugötunni verður hér eftir lokað með rafstýrðum hætti. Mynd/Þröstur Ernir

Framkvæmdir hafa staðið yfir í Göngugötunni á Akureyri undanfarna daga en þar er verið að koma fyrir rafstýrðum umferðarpollum til að loka götunni yfir sumartímann. Jón Birgir Gunnlaugsson, verkefnisstjóri umhverfismála hjá Akureyrarbæ, segir að fjarstýrð opnun og lokun á Göngugötunni bjóði upp á ýmsa möguleika.

„Ég býst við því að á sumrin munum við hafa þetta þannig að umferðarpollarnir lokist og opnist á fyrirfram ákveðnum tímum. Þetta mun einfalda lokanirnar,“ segir Jón Birgir en framkvæmdum lýkur í lok vikunnar eða byrjun þeirrar næstu. Hingað til hefur Gönguötunni verið lokað með keðju og stöplum en gatan er yfirleitt lokuð að miklu leyti yfir sumartímann til að efla mannlífið í miðbænum.

 

                                        

 

 

Nýjast