Rafskútaleiga opnuð á Akureyri

Deilileiga fyrir rafskútur í Akureyri undir merkjum Hopp opnaði í gær en það er Axel Albert Jensen sem sér um reksturinn á Akureyri. Opnað var með 65 öflugum rafskútum af nýjustu gerð og verður hægt að leigja þær í gegnum app í snjallsíma. Hámarkshraði rafskútanna er 25km/klst og komast þær hátt í 55km á einni hleðslu, segir í tilkynningu.

Notendur aflæsa rafskútunum með appi og geta síðan keyrt um á þeim gegn vægu gjaldi. Þegar ferðinni er lokið er hægt að leggja rafskútinni hvar sem er innan þjónustusvæðisins. Markmiðið er að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænan, ódýran og handhægan ferðamáta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu. Það mun kosta 100 kr. að aflæsa rafskútunum og svo 30 kr. hver mínúta í leigu þar á eftir. 6 mínútna ferð, „frá Lundarhverfi og niður í miðbæu mun því kosta litlar 250 kr. Einnig er hægt að setja hjólið í „pásu“ og kostar þá mínútan aðeins 20 kr.,“ segir í tilkynningu.

10 ára gamalt barn slapp með skrekkinn

Lögreglan á Akureyri greindi frá því í gærkvöld að 10 ára barn hefði verið á rafskútu (rafmagnshlaupahjóli) hjólaleigunnar Hopp. Barnið gat ekki valdið hjólinu að fullu vegna stærðar og þyngdar og við gangbraut eina hér í bæ, gerðst það að hjólið fór af stað og togaði barnið út á götuna og hársbreidd munaði að bifreið yrði ekið á barnið og þeirri bifreið var ekið á umferðarhraða, 50 km mv. klukkustund. 

"Þvi viljum við beina þeim vinsamlegu tilmælum til foreldra að ræða þetta við börn sín, brýna fyrir þeim að þau megi ekki leigja þessi hjól og eins að gæta ávallt varúðar við hjólreiðar, nota alltaf reiðhjólahjálma. Með vinsemd og virðingu og von um að allt gangi sem best," segir í tilkynningu frá lögreglu.


Athugasemdir

Nýjast