Rætt um enn meiri stækkun á verksmiðju Becromal
Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn Becromal um stækkun aflþynnuverksmiðjunnar í Krossanesi. Fram
kom í máli Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra á fundi bæjarstjórnar í vikunni, að rætt hafi verið um að
verksmiðjan yrði stækkuð um 8.000 fermetra.
"Þeir hafa líka óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um enn meiri stækkun og það verður vonandi að veruleika. Það kostar þá mikla vinnu í samstarfi við þá og heilmikla skipulagsvinnu í framhaldinu," sagði bæjarstjóri.