Ræktunarsamband Flóa og Skeiða bauð lægst í jarðboranir
Síðastliðið vor skrifuðu fulltrúar Hörgársveitar og Norðurorku hf. undir samstarfsyfirlýsingu um jarðhitarannsóknir í Hörgárdal og Öxnadal til að meta hvort jarðhitavinnsla á svæðinu sé vænleg. Hörgársveit sótti um styrk úr Orkusjóði til jarðhitarannsókna á svæðinu sem samþykkti að veita fimm milljónir til verkefnisins. Hörgársveit og Norðurorka leggja tvær og hálfa milljón króna hvort til verkefnisins. Samið var við Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, um undirbúning að nauðsynlegum rannsóknum. Þær skiptast í tvo meginþætti, ákvörðun um borstaði fyrir hitastigulsholur og rannsóknir á holunum meðan á borun stendur og eftir að henni er lokið.
Fyrirtækið Bjarnastaðir ehf. bauð 8,8 milljónir króna í verkið, Árni Helgason ehf. bauð 11,2 milljónir króna, Árni Kópsson bauð 14,6 milljónir, Alvarr ehf. bauð 17,5 milljónir króna og Jarðboranir hf. buðu 18,5 milljónir króna. Alvarr sendi einnig frávikstilboð upp á 13,9 milljónir króna. Farið verður yfir tilboðin og síðan gengið til samninga um verkið.