Müller þakkaði Svani fyrir ágætt samstarf svo og veitta aðstoð við Þjóðverja á Akureyri og Norðurlandi. Svanur var skipaður konsúll í desember 1979 og hann var sæmdur orðu Sambandslýðveldisins Þýskalands í dsember 1998. Svanur hefur nú fengið lausn frá embætti, eftir rétt tæplega 30 ár. Í kveðjuhófinu þakkaði Svanur einnig fyrir gott samstarf við sendiráðið og sagði frá verkefnum og hlutverki ræðismanna. Kvaðst Svanur hafa kynnst afar mörgum í gegnum þetta aukastarf sitt og hann er ánægður með að hafa orðið mörgum að liði á þessum árum, sem hefðu verið sér mjög ánægjuleg.