IPTRN-samtökin (International Polar Tourism Research Network) standa fyrir ráðstefnu um ferðamál á heimskautasvæðum sem haldin verður á Raufarhöfn nú í lok mánaðarins.
Aðalskipulag á Íslandi er í höndum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF) í samstarfi við Rannsóknastöðina Rif ásamt ferðaþjónustusamtökunum Norðurhjara og verkefnastjóra Raufarhafnar og framtíðarinnar.
Fjallað verður um mörg mikilvæg málefni á ráðstefnunni og sérstök áhersla lögð á að skoða möguleika á sviði ferðaþjónustu á Raufarhöfn og í nærsveitum. Heimamenn eru sérstaklega hvattir til að kynna sér málið og kíkja á dagskrána, en hana má finna hér.