EM-torg á Akureyri
Ísland mætir Ungverjum í Marseille í dag í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í dag kl. 16. Blásið verður til veislu á Ráðhústorginu á Akureyri þar sem leikurinn verður sýndur á risaskjá og verða borð og bekkir á torginu. "Við sýnum alla leiki dagsins og höldum upp á annan í þjóðhátíð með stæl," segir í tilkynningu.
Dagskrá dagsins:
13:00 - Belgía - Írland
16:00 - ÍSLAND - Ungverjaland
19:00 - Portúgal - Austurríki