Ráðgert hefja framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng á næsta ári

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það standi ekki annað til í sínum huga en að ráðast í framkvæmdir við gerð Vaðlaheiðarganga og hefja þær í byrjun næsta árs. “Ég hef ekkert séð sem kemur í veg fyrir það og ég hef engar forsendur til að ætla annað en þetta geti gengið áfram eins og til hefur verið stofnað og við getum ráðist í þetta verk.”

“Þetta hefur verið unnið allt í fullri alvöru hingað til og menn hefðu ekki farið í alþjóðlegt útboð og lagt í allan þann kostnað sem búið er að leggja í til undirbúnings málinu, bara upp á grín,” segir Steingrímur. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi í dag.

 

Nýjast