19. apríl, 2009 - 10:59
Fréttir
Samkvæmt hugmyndum að breytingum á Þingvallastræti á Akureyri, er gengið út frá því að fækka 2+2 akreinum í 1+1
akrein og lækka aksturshraða niður í 30 km, að hluta í það minnsta. Jafnframt er hugmyndin að breikka gangstéttar og gera þær og
aðstöðu fyrir hjólandi auðveldari og öruggari, að sögn Helga Más Pálssonar deildarstjóra framkvæmdadeildar.
Hann segir að í dag sé gert ráð fyrir því í 3ja ára áætlun, að framkvæmdir hefjist á árinu 2010 og
verði áfangaskipt, þannig að þeim ljúki á árinu 2012. Hugmyndir af fyrirhugðuðum breytingum voru unnar af Verkfræðistofu
Norðurlands og Teikn á lofti á árinu 2007 og voru þær kynntar í framkvæmdaráði í framhaldinu.