Púslmarkaður í Amtsbókasafninu á Akureyrarvöku

Einn að viðburðum Akureyrarvöku er púslmarkaður á Amtsbókasafninu og því upplagt að skipta gömlu púslunum út og fá ný og spennandi púsl að kljást við. 

Hægt verður að koma með eitt, tvö eða þrjú púsl og fá önnur í staðinn. Þá er fólki líka gefinn kostur á að gefa púsluspil án þess að taka annað í staðinn.

Tekið verður á móti öllum spilum, hefðbundnum, wasgij spilunum og barnapúsluspilum. Það eina sem verður að hafa í huga er að ekki vanti neina kubba í spilin. Byrjað verður að taka á móti púsluspilunum í dag mánudaginn 22. ágúst. Sjálf skiptin fara eingöngu fram á Akureyrarvöku á milli klukkan 13-17.

Nýjast