Prjónakonur á Hlíð gefa 18 sjúkrabílabangsa

Stoltar prjónakonur ásamt böngsunum og sjúkraflutningamönnunum. Mynd á vefsíðu Hlíðar.
Stoltar prjónakonur ásamt böngsunum og sjúkraflutningamönnunum. Mynd á vefsíðu Hlíðar.

Duglegar konur úr prjónaklúbb Grænuhlíðar, dagþjálfun, afhentu 18 sjúkrabílabangsar á Hlíð í gær. Bangsarnir hafa verið í vinnslu undanfarna mánuði.

Sjúkraflutningamennirnir lýstu yfir ánægju sinni að fá þá í bílana til að gleðja börnin sem þurfa á þjónustunni að halda. Að þeirra sögn hefur það sýnt sig að bangsarnir geta hjálpað börnunum mikið á erfiðum stundum og gert ferðirnar bærilegri.

Verkefnið á Íslandi má upprunalega rekja til nokkurra kennarar í Foldaskóla sem tóku það upp eftir norskum prjónahóp, sem prjónar bangsa og gefur þá til sjúkrabíla fyrir þau yngstu sem flutt eru með sjúkrabílum.


Nýjast