Preben Pétursson leiðir lista Bjartrar framtíðar
Björt framtíð birti í gærkvöld sex efstu menn á framboðslistum í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í október.
Preben Pétursson, Akureyri leiðir listann í Norðausturkjördæmi. Hann er varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hann tók sæti á Alþingi í október – nóvmber á síðasta ári fyrir Brynhildi Pétursdóttur.
Preben útskrifaðist sem mjólkurtæknifræðingur 1989 og hefur starfað lengst af í matvælaiðnaði. Síðan árið 2007 hefur hann starfað sem sjálfstæður atvinnurekandi á Akureyri.
Að auki hefur hann verið virkur þátttakandi í sveitastjórnarmálum á Akureyri síðan 2010 og situr í framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar á landsvísu.
Efstur sex sætin í Norðausturkjördæmi skipa:
Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur
Dagný Rut Haraldsdóttir, lögfræðingur hjá Félagi einstæðra foreldra og sáttasemjari
Arngrímur Viðar Ásgeirsson, íþróttakennari og hótelstjóri
Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri
Jónas Björgvin Sigurbergsson, nemi og íþróttamaður
Margrét Kristín Helgadóttir, stjórnsýslufræðingur og lögfræðingur hjá Fiskistofu