Pollamót Þórs og Icelandair hafið

Pollamót Þórs og Icelandair í knattspyrnu hófst á Þórsvelli í morgun en rúmlega 500 keppendur eru skráðir til leiks í um 50 liðum. Keppt er í fimm deildum, þremur karladeildum og tveimur kvennadeildum. Karladeildirnar eru Polladeild (30+), Lávarðadeild (40+) og Öðlingar (45+). Kvennadeildirnar skiptast svo í Skvísudeild (20+) og Ljónynjur (30+).

„Þetta verður þokkalega stórt í ár hjá okkur en ekki eins og í fyrra sem var það stærsta frá upphafi,” segir Hlynur Birgisson einn af skipuleggjendum mótsins.

Nýjast