Skemmtiferðaskipið MSC Poesia kom til Akureyrar í morgun en skipið mun vera við Íslandsstrendur næstu daga. Skipið er gríðarlega stórt,
um 95.000 tonn að stærð og um 300 metrar á lengd. Fjöldi fólks streymdi frá skipinu við Akureyrarhöfn í morgun en um 2.500 farþegar
eru um borð, auk 960 manna áhöfn.
Þetta er eitt stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur hingað til lands í sumar en Poseia kom einnig til Akureyrar í fyrra sumar. Skipið mun sigla til
Ísafjarðar í kvöld og endar svo í Reykjavík.