Podcast Stúdíó Akureyrar formlega opnað

Stúdíóið hefur allt til alls til að búa til góðan podcast-þátt.
Stúdíóið hefur allt til alls til að búa til góðan podcast-þátt.

Í dag er formleg opnun hjá Podcast Stúdíó Akureyrar en það er Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Viðburðurstofu Norðurlands og Halldór Kristinn Harðarson, einnig þekktur sem KÁ/AKÁ, sem standað að stúdíóinu. Keyptar voru allar helstu græjurnar sem þarf fyrir hlaðvarpsþætti og aðstaðan, sem er við Glerárgötu, verður leigð út. Búið er að opna heimasíðuna www.psa.is þar sem hægt er að nálgast alla þættina á einum stað. Þegar er byrjað að taka upp þrjá hlaðvarpsþætti.

"Við sem stöndum að opnun stöðvarinnar bjóðum alla velkomna og ef þú liggur á einhverri hugmynd í sambandi við hlaðvarp þá viljum við að hún verði að veruleika, við hjálpum þér með það. Podcast er orðinn einn stærsti auglýsingamiðill í heiminum í dag og fer bara stækkandi, þannig möguleikarnir eru margir og nóg hægt að gera. Við hlökkum til að sjá sem flesta og vonum að þið getið nýtt ykkur eina Podcast Stúdíó bæjarins," segir á Facebooksíðu Stúdíósins. 

Nánari upplýsingar má sjá hér http://www.psa.is


Athugasemdir

Nýjast