Plastpokalaus Akureyri?

Akureyrarbær.
Akureyrarbær.

Á síðasta fundi umhverfisnefndar Akureyrarbæjar voru umræður um plastpokalausa Akureyri og fjölnota innkaupapoka. Umhverfisnefnd hvetur bæjarbúa og fyrirtæki til að draga úr notkun á plastpokum og einnota vörum. Þá hefur nefndin falið starfsmönnum að afla upplýsinga um möguleg kaup á fjölnota innkaupapokum. Lengi hefur verið á dagskrá hjá Akureyrarbæ að skoða þessi mál og mun það fara fyrir umhverfisog samgöngustefnu bæjarins sem nú er í vinnslu.

Nýjast