Plastflösku kastað í höfuð leikmanns Vals eftir leik
Það sauð upp úr á Þórsvelli í gærkvöld á milli stuðningsmanna Þórs og Vals í Pepsi-deild karla í
knattspyrnu sem endaði með því að leikmaður Vals, Jón Vilhelm Ákason, fékk plastflösku í hausinn. Í frétt í Vikudegi
í dag er sagt frá því að Jón Vilhelm hefði fengið glerflösku í hausinn, það er ekki rétt og er beðist velvirðingar
á þessari rangfærslu.
Sigfús Helgason, formaður Þórs, harmar þetta atkvik á Þórsvellinum. „Þetta er alveg ömurlegt og við viljum biðja alla Valsmenn afsökunar á þessu. Þetta leit ekki vel út en við náðum drengnum sem gerði þetta. Hann fór og baðst afsökunar og ég held að það verði ekki frekari eftirmálar af þessu," segir Sigfús. Drengurinn hafi sagt að flaskan hafi ekki verið ætluð Jóni Vilhelm heldur stuðningsmönnum Valsliðsins. Sigfús segir að gæslan á Þórsvelli hafi ekki brugðist í þessu leiðinlega atviki. „Við vorum fyrst og fremst að vernda dómarana eftir leikinn og held að við höfum verið nógu vel mannaðir. Svona hlutir gerast bara og það er erfitt að koma í veg fyrir það," segir Sigfús.