Piltur slasaðist illa í Boganum

Boginn á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Boginn á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Ungur piltur í öðrum flokki Þórs í knattspyrnu slasaðist illa í Boganum í gær í leik liðsins gegn KA, er hann lenti á einum stálbitanum í grind hússins fyrir aftan annað markið. Hann skarst m.a. í höfði og óttast er að önnur hnéskelin hafi farið í sundur. Stoppa þurfti leikinn í um tuttugu mínútur vegna atviksins og var drengurinn fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri. Samkvæmt heimildum Vikudags er pilturinn í aðgerð þessa stundina. Sigfús Helgason, formaður Þórs, segist harma atvikið en um algjört slys var að ræða.

"Okkar hugur er hjá piltinum og við vonum sannarlega að hann nái sér fljótt og komi sterkur til baka. Ég sendi honum mínar bestu batakveðjur," segir Sigfús. Farið var í það strax í morgun að klæða stálbitana svampi og er því verki nú lokið. Leikmaðurinn sem slasaðist á að baki leiki með U-17 ára landsliði Íslands í knattspynru.

Nýjast