Pétur Pétursson heimilislæknir lætur af störfum á HAK

Pétur Pétursson heimilislæknir mun láta af störfum á HAK í febrúar. Fram að þeim tíma tekur hann út vaktaleyfi þannig að hann kemur ekki meira til starfa. Eru honum færðar bestu þakkir fyrir áralanga þjónustu við íbúa Akureyrar og nágrennis. Ekki verður ráðið í nýja stöðu heimilislæknis að sinni og er fyrrum sjúklingum Péturs bent á að nýta sér þjónustu annara lækna stöðvarinnar þó svo að allir fái ekki nýjan formlegan heimilislækni fyrst um sinn.

Þetta kemur fram á heimasíðu Heilsugæslustöðvarinnar. Þar kemur einnig fram að Guðrún Dóra Clarke hefur lokið sérnámi í heimilislækningum og er núna fastráðin á HAK. Hægt er að velja hana sem heimilislækni með því að fylla út umsókn um heimilislækni á heimasíðu Heilsugæslustöðvarinnar eða fylla út eyðublöð í afgreiðslum á 3. og 6. hæð á HAK.

 

Nýjast