Penninn Eymundsson styrkir Björgunarsveitina Garðar

Fulltrúar frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík voru mættir á opnun nýrrar verslunar Pennans Eymundssonar til að taka við myndarlegri peningagjöf frá fyrirtækinu. Mynd:epe
Verslunin Penninn Eymundsson opnaði formlega nýja verslun á Húsavík í dag. Ingimar Jónsson forstjóri hélt stutta tölu hvar hann lýsti yfir mikilli ánægju með að opna sjöundu verslunina undir merkjum Pennans Eymundssonar á landsbyggðinni.
Að þessu tilefni var Björgunarsveitinni Garðari veittur myndarlegur styrkur að upphæð 500.000 kr. Það var Stefán Franklin Stjórnarformaður sem afhenti gjöfina. /epe.