PCC skoðar tilboð fyrir nýja íbúðahverfið

Atvinnuuppbygging á Bakka kallar á að húsnæðisvandanum á Húsavík verði mætt. Mynd: epe
Atvinnuuppbygging á Bakka kallar á að húsnæðisvandanum á Húsavík verði mætt. Mynd: epe

Sérfræðingar á vegum PCC Seaview Residences ehf. eru nú að fara yfir tvö tilboð sem bárust í gatna­gerð og lagn­ir fyr­ir veit­ur í vænt­an­legt íbúðahverfi sem fyrirtækið hyggst byggja.  Norðurþing tók frá lóðir í Holta­hverfi í því skyni undir 45 íbúðir.

Eins og dagskrain.is hefur ítrekað fjallað um er mikill húsnæðisskortur á Húsavík. Atvinnuuppbygging á vegum PCC BakkiSilicon á iðnaðarsvæðinu á Bakka kallar augljóslega á að vandanum verð mætt hið fyrsta. Í því skyni var félagið PCC Seaview Residences ehf. stofnað og er langt komið með undirbúningsvinnu fyrir byggingu 45 íbúða.

Hið nýja félag bauð verkið út, í sam­vinnu við veitu­fyr­ir­tæki, í því felst gatna­gerð og lagn­ir í hverf­inu. Verktak­i á að leggja frá­veitu, hita­veitu og raf­magn og skila göt­um og gang­stétt­um mal­bikuðum einnig til­bún­um gras­svæðum. Tvö fyr­ir­tæki lögðu fram til­boð en þau hafa ekki verið birt. /epe.

 

Nýjast