Óvissa með framtíð sjónvarpsstöðvarinnar N4

Þorvaldur Jónsson, framkvæmdarstjóri Extra.is ehf. sem rekur sjónvarpsstöðina N4 á Akureyri, segist aðspurður hvort stöðin muni hætta vegna ástandsins í efnahagslífinu, vonast til að svo verði ekki, en að það sé möguleiki á því.  

Þorvaldur segir að nú þegar hafi tveimur starfsmönnum verið sagt upp. „Við reiknum með að taka ákvörðun um framhaldið á stöðinni á næstunni" segir Þorvaldur og bendir á að reksturinn hafi þyngst gríðarlega mikið undanfarið enda séu einu tekjur stöðvarinnar auglýsingar. „Þetta er svo sem eins og hjá mörgum öðrum, það eru ekki vaxandi tekjur og menn vilja bara skoða stöðuna allavega tímanlega." Þetta kemur fram á dv.is

Nýjast