Óvenju margar greftranir á fyrri hluta ársins

Kristján Guðjónsson starfsmaður Kirkjugarða Akureyrar hreinsar lauf í garðinum.
Kristján Guðjónsson starfsmaður Kirkjugarða Akureyrar hreinsar lauf í garðinum.

Óvenju margar greftranir hafa verið hjá Kirkjugörðum Akureyrar það sem af er þessu ári og stefnir í að þær verði fleiri en nokkru sinni áður. Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar segir að einkum hafi greftranir verið margar á fyrri hluta árs.  Fyrir mitt þetta ár hafi greftranir verið orðnar um 120 talsins, eða álíka margar og voru á tímabilinu frá áramótum og fram í október árið á undan.

Fremur rólegt hafi svo verið í sumar, en engu að síður stefni í að árið 2011 skeri sig úr varðandi fjölda greftrana á Akureyri. „Þetta er alltaf svolítið sveiflukennt og engar sérstakar skýringar, en það er viðbúið að greftrunum fjölgi með árunum, þeir árgangar sem nú eru á áttræðis,- níræðis,- og tíræðisaldri eru fremur stórir,“ segir Smári.

Nýjast