Óvenju góð vika í Vaðlaheiðargöngum

Vegagerð við Fnjóskábrú, skering í nýju vegstæði er flutt og nýtt sem fylling þar sem nýr vegur teng…
Vegagerð við Fnjóskábrú, skering í nýju vegstæði er flutt og nýtt sem fylling þar sem nýr vegur tengist Fnjóskábrú.

Gangagröftur í Vaðlaheiðargöngum gekk óvenju vel í síðustu viku. Byrjað var í stuttum færum Eyjafjarðarmegin, en þegar leið á vikuna var farið í fullar færur (5 m.) vegna betri jarðfræðiaðstæðna.

Þá hóf verktakinn keyrslu á efni úr göngunum til geymslu á tún norðan við skrifstofugáma á vinnusvæðinu.

Fnjóskadalsmegin var stutt vika sökum vaktafrís en þar er gröftur í misgengissprungu nú hálfnaður. Vegavinna við Fnjóskábrú heldur áfram og er áætlað að skeringar og fyllingarvinnu ljúki innan skamms. Ekki verður ráðist í vinnu við burðarlög fyrr en næsta vor.

Alls voru grafnir 62 m. í viku 34. sem er með betra móti. Samanlögð lengd ganganna er nú tæplega 6 þúsund metrar eða 81,3 % af heildar lengd, þá eru 1351 m. eftir.

Nýjast