Í gærkvöld fór að bera á öskufalli á Akureyri vegna eldgossins í Grímsvötnum og sást það vel á bílum
bæjarbúa í morgun. Sundlaug Akureyrar var lokuð fyrsta klukkutímann í morgun, þar sem starfsfólk þurfti að þrífa ösku
á útisvæðinu, í laugunum, pottunum og á bökkunum.
Fyrstu gestir sem mættu í laugina í morgun fengu þó að fara í sturtu en eftir að búið var að þrífa
svæðið, fengu gestir að fara í laugina.