Óskað eftir upplýsingum um flóð í Skjálfandafljóti
Veðurstofan vinnur nú að hættumati í Skjálfandafljóti. Hluti af því er að finna upplýsingar um söguleg flóð í fljótinu og þverám þess. Veðurstofan biður þá sem einhverjar upplýsingar kynnu að hafa um slíkt að senda þær inn.
Þetta kemur fram á vefnum 641.is Þar segir jafnframt að mikilvægt sé að gagnasöfnun byggist eins mikið og hægt er á upplýsingum sem aflað var á vettvangi og komi beint frá fólki sem er kunnugt staðháttum.
Leitað er eftir upplýsingum um staðsetningu og umfang, einnig tjóni sem orðið hafi á innviðum. Þar á meðal veitukerfum, samskiptakerfum og samgöngukerfum.
Hægt er að senda inn upplýsingar á hvaða formi sem er eða ábendingar um slíkt á netfangið vatnsflodasaga@vedur.is og eins er hægt að hringja í Veðurstofuna og biðja um frekari upplýsingar.