Ósk um tvöfalda Drottningarbraut

Fyrir liggur ósk frá Vegagerðinni um að Drottningarbraut sunnan Kaupvangstrætis verði tvöföld og komi því sem tvær akreinar í hvora átt í framhaldi af Glerárgötunni. Þetta kom fram í svari Helga Snæbjörnssonar formanns skipulagnefndar við spurningu frá Edvard Huijbens  bæjarfulltúa VG á bæjarstjórnarfundi í vikunni.
Verið er að vinna í deiliskipulagi fyrir svokallaðan Drottningarbrautarreit en að sögn Helga hefur engin afstaða verið tekin til óska Vegagerðarinnar. Fram kom í skýrslu Helga til bæjarstjórnar að gert er ráð fyrir göngu- og hjólastíg meðfam Dottningabraut út að Leiru.

Nýjast