Talsverð óánægja er meðal starfsfólks á Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar vegna stjórnsýslubreytinga sem Akureyrarbær kynnti nýverið og taka gildi þann 1. janúar á næsta ári. Ein breytingin er tilfærsla á sérfræðiþjónustu leik og grunnskóla. Í minnisblaði frá forstöðumanni sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum Akureyrar segir að með breytingunum sé hætta á því að erfiðara reynist að tryggja þá samfellu sem hefur verið til staðar í þjónustu við barnafjölskyldur á Akureyri.
Framkvæmdastjóri Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar segir í samtali við Vikudag að urgur sé í starfsfólki vegna yfirvofandi breytinga.
Ítarlegra er fjallað um málið í prentúgáfu Vikudags sem kemur út í dag.