Öryggi sjúklinga er tryggt á FSA
„ Öryggið er mjög tryggt og ég vísa þessu alfarið á bug. Landlæknisembættið hefur haft eftirlit með þessu og
þeir hafa ekki sett út á neitt hjá okkur undanfarin ár. Það er meginatriði hjá okkur að tryggja öryggi sjúklinga og við
tökum þessum ásökunum alvarlega. Mér finnst líka ábótavant í skýrslunni að þar kemur ekki fram hvað það
er nákvæmlega sem veldur því að öryggi sjúklinga sé stofnað í hættu og þetta er því órökstutt,”
segir Þorvaldur Ingvarsson forstjóri FSA vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar