Öruggur sigur Vals í Vodafonehöllinni

Íslandsmeistarar Vals lögðu KA/Þór örugglega að velli í dag, 30-19, er liðin áttust við í Vodafonehöllinni í N1-deild kvenna í handknattleik. Valur var níu mörkum yfir í hálfleik, 18-9, og sigurinn aldrei í hættu. Karólína Bærhenz Lárusdóttir var markahæst í liði Vals með átta mörk og Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk. Hjá KA/Þór var Ásdís Sigurðardóttir atkvæðamest með átta mörk skoruð. Með sigrinum fer Valur upp að hlið Fram á toppi deildarinnar en bæði lið hafa 14 stig eftir átta leiki. KA/Þór er hins vegar áfram á botninum með tvö stig.

Nýjast