Öruggur sigur KFÍ á Þór

Stefán Karel Torfason skoraði 18 stig fyrir Þór í gær.
Stefán Karel Torfason skoraði 18 stig fyrir Þór í gær.

KFÍ lagði Þór að velli í gærkvöld með 92 stigum gegn 65 er liðin mættust á Ísafirði í 1. deild karla í körfubolta. Craig Schoen skoraði 28 stig fyrir KFÍ en hjá Þór var Stefán Karel Torfason stigahæstur með 18 stig. KFÍ er á toppi deildarinnar með 10 stig en Þór er á botninum án stiga.

Nýjast