Orri Freyr Hjaltalín er á leiðinni til síns gamla uppeldisfélags Þórs frá Akureyri en Orri hefur verið fyrirliði úrvalsliðs Grindavíkur undanfarin ár. Samkvæmt heimildum Vikudags mun Orri skrifa undir samning við Þór síðar í vikunni. Orri lék síðast með Þór sumarið 2003 en gekk þá í raðir Grindavíkurliðsins. Orri, sem er 31 árs, kemur til með að styrkja hópinn hjá Þór verulega fyrir átökin í 1. deildinni næsta sumar.