Vespuna á m.a. að nota til að kynna notkun og kosti lítilla farartækja í smærri sveitarfélögum, þar sem vegalengdir eru ekki mjög langar. Orkusetur og Orkustofnun á Akureyri eru með aðsetur að Borgum og þar eru jafnframt fleiri opinberar stofnanir. Sigurður segir að starfsmönnum annarra stofnana standi til boða að fá vespuna að láni til að skjótast á milli staða. "Þannig er hægt að spara bensín, útblástur og gjaldeyri og hvað er hægt að hugsa sér betra."
Hægt er að komast 70-90 km í senn á hleðslunni og hámarkshraðinn er 50 km. Þeir sem eru með bifhjólapróf og bílpróf hafa réttindi til að aka vespunni. Sigurður segir að fólk ætti að huga að því að fá sér rafdrifna vespu frekar en tæki knúið bensíni.