Orgelhátíð Akureyrarkirkju

Mattias Wager leikur á orgeltónleikum i Akureyrarkirkju n.k. sunnudag
Mattias Wager leikur á orgeltónleikum i Akureyrarkirkju n.k. sunnudag

Næstkomandi sunnudag kl 17 mun Dómorganistinn í Stokkhólmi Mattias Wager halda orgeltónleika í Akureyrarkirkju en tónleikarnir eru hluti af  Orgelhátíð sem kirkjan stendur fyrir.    Mattias Wager er ekki aðeins organisti í Storkyrkan, dómkirkju Stokkhólms hann heldur einnig tónleika út um allan heim og kennir á meistarakúrsum.  Hann leikur reglulega með mörgum helstu kórum og tónlistarfólki Norðurlanda og  það er sannkallaður hvalreki fyrir  unnendur orgelleiks að Mattías skuli leika á tónleikum hér.  Hann er  vel kunnur fyrir  útsetningar á tónlist fyrir orgel og einnig semur hann  m.a. fyrir leikhús.   Þekktastur er hann  þó líklega fyrir hæfileika í spuna, ,,en hann mun einmitt spinna yfir íslensk sálmalög á tónleikunum" eins og segir í tilkynningu. 

Wager  er mikill íslandsvinur, hann hefur margoft komið til landsins  og haldið tónleika, spilað með kórum o.s.fl.  T+ónleikarnir hefjast eins og áður sagði kl 17 n.k. sunndag , verð aðgöngumiða er  kr. 2.500

 


Athugasemdir

Nýjast