Óráðlegt að semja til lengri tíma

Alþýðuhúsið á Akureyri
Alþýðuhúsið á Akureyri

33. þing Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið var um helgina, lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu efnahags-, kjara- og atvinnumála í landinu og hvetur aðila vinnumarkaðarins til að hraða vinnu við endurnýjun kjarasamninga. Vegna mikillar óvissu í efnahagsstjórnun landsins telur þingið óráðlegt að semja til lengri tíma en 6 til 12 mánaða. Í ályktun þingsins segir að í slíkum samningi þurfi fyrst og fremst að leggja áherslu á aukinn kaupmátt.

Nýjast