Svo gæti farið að opnun Vaðlaheiðarganga myndi seinka um tvö ár, eða fram til haustsins 2018 en áætlað var við upphaf framkvæmdar að göngin yrðu formlega opnuð í desember árið 2016. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Valgeir Bergmann Magnússon framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf. í Vikudegi sem kom út í gær.
Vinnsla við gangnagerð það sem af er ári hefur gengið mjög hægt en verktakinn hefur lent á erfiðu bergi. Enn eru 400 m í gegnumslag.
„Ef við höldum áfram með þeirri framvindu sem hefur verið síðustu vikur munum við ekki slá í gegn fyrr en í júlí. Afköst síðustu viku er ekki nema
16 m en eðlileg afköst í jarðgangagerð á Íslandi er um 50 metra á stafni. Við vonumst vissulega til að komast í betra berg og þá ættu afköstin að aukast. En ég myndi segja að það væru að minnsta kosti 10 vikur í gegnumslag,“ segir Valgeir.