„Það hefur gengið ágætlega hjá okkur,“ segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli en þar hófst framleiðsla á snjó um liðna helgi.
Slökkt var á snjóbyssunni á sunnudagskvöld þegar kröpp lægð gekk yfir landið, en hún var ræst að nýju á þriðjudagsmorgun. „Við vonumst til að geta haft vélina í gangi einhverja daga,“ segir Guðmundur Karl.
Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli 30. nóvember næstkomandi. Sala vetrarkorta fer ágætlega af stað að sögn, „en hún fer ekki á neitt flug fyrr en fólk sér hvenær hægt verður að opna, við stefnum ótrauð á að opna um næstu mánaðamót og vonum að það gangi eftir.“