Opinn fundur um Evrópumál á Akureyri

Fundurinn er á Hótel Kea kl. 17.00 í dag. Mynd: Hörður Geirsson.
Fundurinn er á Hótel Kea kl. 17.00 í dag. Mynd: Hörður Geirsson.

Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, efnir til opins fundar um Evrópumál á Hótel KEA kl. 17.00 í dag. Á fundinum fjalla Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarskrifstofu ESB, og Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, um stöðu mála innan Evrópusambandsins og gang aðildarviðræðna sambandsins við Ísland. Jafnframt kynnir framkvæmdastýra Evrópustofu, Birna Þórarinsdóttir, starfsemi upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi. Að framsögum loknum verður efnt til umræðna. 

 

Nýjast