Opinn fundur um atvinnumál á Húsavík
Opinn fundur um atvinnumál verður haldinn miðvikudaginn 2. nóvember kl. 17:00 á Fosshótel Húsavík. Að fundinum standa sveitarfélögin: Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur ásamt iðnaðarráðuneytinu. Alls verða flutt þrjú erindi en á meðal frummælenda eru Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar.
Atvinna - uppbygging framtíð, er yfirskrift erindis iðnaðarráðherra, uppbygging jarðvarmavirkjana á Norðausturlandi, er yfirskrift erindis forstjóra Landsvirkjunar og þá mun Sigríður Ingvarsdóttir frá Nýsköpunarmiðstöð flytja erindið; Naust og nýsköpun. Að loknum erindum verða fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri er Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga.