Opinn fundur í Hofi um ferðaþjónustuna í Norðausturkjördæmi
Opinn fundur Samtaka ferðaþjónustunnar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í Norðausturkjördæmi fer fram kl. 20 í kvöld í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Á fundinum munu fulltrúar flokkanna ræða málefni ferðaþjónustunnar við talsmenn Samtaka ferðaþjónustunnar:
- Frá Bjartri framtíð Arngrímur Viðar Ásgeirsson.
- Frá Sjálfstæðisflokki Njáll Trausti Friðbertsson.
- Frá Framsóknarflokki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
- Frá Vinstri grænum Björn Valur Gíslason.
- Frá Samfylkingu Erla Björg Guðmundsdóttir.
- Frá Pírötum Einar Brynjólfsson.
- Frá Viðreisn Benedikt Jóhannesson.
Á fundinum verður kastljósinu beint að viðfangsefnum ferðaþjónustunnar í kjördæminu og rætt við fulltrúa flokkanna um leiðir til að atvinnugreinin geti vaxið og dafnað í sátt við náttúru og íbúa.
Sýnt verður beint frá fundinum á vefsíðu SAF