Opið er í Hlíðarfjalli í dag frá kl 10-16. Samkvæmt tilkynningu er afar fallegt veður í fjallinu. Lyftur sem að eru opnar í dag eru auður, fjarkinn,skálabraut,strompur og töfrateppið.
Þá er World Snow Day/Snjór um víða veröld í dag, sem alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir. Í tilefni þess verður blásið til fagnaðar í Hlíðarfjalli og munu börn og unglingar upp að 18 ára aldri frá frítt í allar lyftur og einnig verður 20% afsláttur fyrir alla gesti af leigubúnaði í skíðaleigunni . Einnig verður margt um að vera, má þar nefna ratleik í samstarfi við SKA frá kl 13:00-14:30.