Opið í Hlíðarfjalli í dag
Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli á Akureyri og í Skarðsdal á Siglufirði eru opin í dag frá klukkan 12 til 16. Starfsmenn Hlíðarfjalls búast við fjölda fólks í fjallið í dag þar sem færið er gott og margir eyða hátíðunum fyrir norðan, er fram kemur á vef mbl.is. Þar segir að veðurskilyrði á báðum skíðasvæðunum séu góð, um tveggja stiga frost og logn á Akureyri en tveir til fimm metrar á sekúndu á Siglufirði.