07. apríl, 2010 - 17:12
Fréttir
Hættumatsnefnd Akureyrarbæjar boðar til kynningar á tillögu að nýju hættumati vegna ofanflóða fyrir Akureyri. Tillagan verður kynnt
á „opnu húsi" í Zontahúsinu
, Aðalstræti 54, á morgun, fimmtudaginn 8. apríl kl. 16:00-19:00. Tillaga að hættumati
verður sýnd á veggspjöldum og drög að greinargerð með hættumatskorti munu liggja frammi.
Fulltrúar hættumatsnefndar og sérfræðingur Veðurstofu Íslands kynna málið og svara fyrirspurnum gesta. Tillagan verður
síðan aðgengileg almenningi á bæjarskrifstofu Akureyrar til föstudagsins 14. maí 2010.