26. mars, 2009 - 12:45
Fréttir
Opið hús verður í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 28. mars frá kl. 12.00-15.00. Þá verður boðið upp á
fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin fer bæði fram á Sólborg og
Borgum.
Meðal þess sem boðið verður uppá eru spennandi efnafræðitilraunir, bíósýning á vegum fjölmiðlafræðinema,
blóðsykur og blóðþrýstingsmælingar á vegum hjúkrunarfræðinema, þrautalausnir fyrir alla fjölskylduna og fjölmargt
fleira.