Opið fyrir Átaks - umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar fyrir haustúthlutun 2011. Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2011. Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.  

Gera má ráð fyrir að úrvinnsla umsókna taki í kringum tvo mánuði sem þýðir að niðurstöður munu mögulega liggja fyrir í lok nóvember. Að meðaltali berast um tvö hundruð umsóknir í Átak til atvinnusköpunar, en í fyrra bárust alls um 350 umsóknir. Í heild fengu 75 aðilar úthlutun upp á styrki á bilinu kr. 300.000 - 2.000.000. Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum. Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Afar mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn fylgi með þeim. Sé umbeðnum gögnum ekki skilað fyrir auglýstan umsóknarfrest, áskilur stjórn Átaks til atvinnusköpunar sér rétt til að hafna umsókn. Munið að það getur verið gott að fá aðra til að lesa yfir umsóknir af þessuu tagi og koma með ábendingar. Hægt er að sækja um styrki vegna áætlanagerðar, markaðsaðgerða, vöruþróunar og nýsköpunar, en ekki er veittur styrkur til fjárfestinga.

Nýjast