Öllu fastráðnu starfsfólki Leikfélags Akureyrar hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, formanns stjórnar leikfélagsins, var félaginu ekki stætt á öðru en segja fólkinu upp í ljósi þess að ekki er búið að ganga frá samningi milli leikfélagsins og Akureyrarbæjar og rekstur leikhússins því enn ekki tryggður fyrir næsta leikár. Þetta kemur fram á vef RÚV.