Ólafur og Sunna klúbbameistarar

Ólafur Gylfason og Sunna Sævarsdóttir báru sigur úr býtum á Meistaramóti GA, Átaks heilsuræktar og Aqua Spa sem haldið var á Jaðarsvelli sl. helgi.  

Í karlaflokki lék Ólafur á 301 höggi, Örvar Samúelsson varð annar á 305 höggum og Þorvaldur Jónsson þriðji á 311 höggum.

Í kvennaflokki lék Sunna á 349 höggum, Halla Berglind Arnarsdóttir varð önnur á 360 höggum og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir varð í þriðja sæti á 365 höggum.

Nýjast