Ólafur Jónsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs
23. október, 2013 - 09:17 Fréttir
Ólafur Jónsson
Ólafur Jónsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í bæjarstjórnarkosningum á næsta ári. Ólafur hefur átt sæti í bæjarstjórn frá ársbyrjun 2010 og tók við oddvitahlutverki hjá Sjálfstæðisflokknum á Akureyri í kjölfar sveitarstjórnarkosninga í maí 2010, en áður hafði hann verið varabæjarfulltrúi 2006-2010.
Ólafur kynnti stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri ákvörðun sína á fundi í gærkvöldi og hefur nú sent frá sér yfirlýsingu, sem sá má hér.
Nú í ár eru nákvæmlega 50 ár liðin síðan hestamenn á Akureyri og í Eyjafirði hófu uppbyggingu mótsvæðis hestamanna á Melgerðismelum og árið 1976 var fyrsta fjórðungsmót Norðlenskra hestamanna haldið þar
Fyrsta slætti er heilt yfir lokið í Eyjafirði og segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar að uppskera sé góð víðast hvar en gæðin aftur á móti misjöfn.
Það voru Soffía Gísladóttir, formaður skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sem veittu viðurkenningarnar við setningu Mærudaga á föstudag