Greifatorfæran fór fram á Akureyri um helgina en þetta var jafnframt fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í torfæru. Ólafur Bragi Jónsson hlaut nafnbótina Greifinn 2011 að þessu sinni, en það er sá keppandi sem nær flestum stigum í keppninni.
Einnig voru veitt tilþrifaverðlaun í torfærunni og fékk Ólafur Bragi verðlaunin í sérútbúnum flokki og Ingólfur Guðvarðarson í götubílaflokki.
Úrslit úr torfærunni urðu eftirfarandi:
Greifatorfæran:
Unlimited
1. Ólafur Bragi Jónsson Fjallarefurinn
2. Jóhann Rúnarsson Trúðurinn
3. Leó Viðar Björnsson Iron Maiden
Götubílar
1. Stefán Bjarnhéðinsson Kaldi
2. Steingrímur Bjarnason Willys
3. Ívar Guðmundsson Kölski