Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru skráð 35 snjóflóð á þessu svæði frá því í mars árið 2006, sem öll féllu á veginn. Það sem af er vetri eru flóðin orðin á annan tug talsins. Felix Jósafatsson, lögregluvarðstjóri á Dalvík, segir á vef RÚV að 10-15 snjóflóð falli að jafnaði á vetri og þau séu mörg hver í stærra lagi. Hann segir lögregluna hafa miklar áhyggjur af öryggi vegfarenda á svæðinu. Umferð um Ólafsfjarðarveg kemur til að með aukast enn frekar þegar Héðinsfjarðargöng verða tekin í notkun.